14. september, 2011 - 12:33
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tók fyrir erindi á síðasta fundi sínum, þar sem óskað var tillögu sveitarstjórnar að
2-3 forgangsverkefnum í samgöngumálum á starfssvæði Eyþings. Sveitarstjórn bendir á í svari sínu á mikilvægi
styttingar hringvegarins með Svínvetningaleið.
Einnig leggur sveitarstjórn til að markvisst verði unnið að því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum
á starfssvæðinu og að Dettifossleið vestri verði kláruð niður að Ásbyrgi.