Þessir glæsilegu krakkar komu færandi hendi í Rauðakross búðina á Húsavík í vikunni. Börnin vildu láta gott af sér leiða á þessum undarlegu tímum og datt snjallræði í hug. Þau föndruðu kynstrin öll af pappírs-skutlum og komu sér svo fyrir við andyri Krambúðarinnar á Húsavík tvö eftirmiðdegi og seldu afurðirnar. Óhætt er að fullyrða að vel hafi gengið enda söfnuðu krakkarnir 36 þúsund krónum sem þau afhentu fulltrúum Rauða krossins sem voru gríðarlega þakklátir.