04. september, 2011 - 07:54
Í dag, sunnudaginn 4. september, verður árleg styrktarganga Göngum saman. Í ár verður gengið á ellefu stöðum á landinu.
Fullorðnir þátttakendur eru beðnir um að greiða kr. 3.000 og renna göngugjöldin óskipt í styrktarsjóð félagsins. Öll vinna
við undirbúning og framkvæmd er unnin af sjálfboðaliðum og margir leggja hönd á plóg um land allt.
Félagið hefur staðið fyrir slíkum fjáröflunargöngum frá árinu 2007 og frá árinu 2008 hefur verið gengið á
Akureyri en þar er jafnframt starfandi gönguhópur sem gengur vikulega allan ársins hring. Í ár verður gengið frá
hátíðarsvæðinu í Kjarnaskógi kl. 11.00, ofan við aðal leiksvæðið, og verða þrjár vegalengdir í boði; 2.2
km, 4 km og 6 km.