Tvö fyrirtæki hér á Akureyri, Blikkrás og Blikk- og tækniþjónustan hafa fært skólanum veglegar peningagjafir til kaupa á búnaði fyrir mámsmiðabrautina, samtals um 500 þúsund krónur. Auk þess hefur Félag blikksmiðja ákveðið að gefa peninga í þetta málefni. Þá hafa Samtök iðnaðarins ákveðið að styrkja brautina um 250.000 kr. en þess má geta að samtökin hafa jafnframt styrkt aðra skóla einkum á höfuðborgarsvæðinu s.s. nýja Tækniskólann í Reykjavík (gamla Iðnskólann) um a.m.k. hundrað milljónir.
Þá mun Félag málmiðnaðarmanna styrkja skólann veglega með 850 þúsund króna fjárframlagi. Þar að auki hefur Félag málmiðnaðarmanna gert leigusamning við málmiðnaðarbraut VMA vegna húsnæðis sem félagið er búið að kaupa og er að innrétta til þessa að geta boðið upp á fullnaðarnám í bifvélavirkjun. Sem kunnugt er spunnust talsverðar umræður um það á síðasta ári að nemar í bifvélavirkjun gátu ekki lokið námi sínu hér fyrir norðan vegna aðstöðuskorts. Frá og næsta hausti verður það hins vegar mögulegt.