Stúlkan sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir í gær, er komin fram heil á húfi. Stúlkan, Ingibjörg Sigurrós
Sigurðardóttir, 16 ára, fór fór frá heimili sínu að morgni 1. maí sl. og hafði ekkert til hennar spurst þar til í
gær. Lögreglan þakkar þeim fjölmörgu fjölmiðlum og aðilum sem veittu aðstoð í máli þessu.