Stórt tap hjá Þór í kvöld

Þór tapaði í kvöld fyrir HK er liðin mættust á Kópavogsvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3-0 sigur HK. Gestirnir í Þór spiluðu síðustu mínútur leiksins einum manni færri þar sem Einar Sigþórsson fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins. 

Mörk heimamanna í leiknum skoruðu þeir Stefán Jóhann Eggertsson, Aron Palomares og Rúnar Már Sigurjónsson. Eftir leikinn er Þór áfram í áttunda sæti deildarinnar með 21 stig. Næsti leikir Þórs verður heimaleikur gegn toppliði Selfoss nk. þriðjudag.

Nýjast