Stjórnlagaþing og breytingar á stjórnarskrá til umfjöllunar

Samkvæmt verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verða sett lög um skipan og verkefni stjórnlagaþings fyrir kosningarnar 25. apríl. Í erindi sínu á Lögfræðitorgi ræðir Ágúst Þór Árnason um ólíkar útfærslur sem komið geta til greina í þessu sambandi. Fyrirlesturinn verður í húsnæði HA við Sólborg á morgun þriðjudag kl. 12.00.  

Að auki fjallar Ágúst um fyrirhugaðar breytingar á eftirtöldum atriðum í stjórnarskrá lýðveldisins:

  • a) Kveðið verður á um auðlindir í þjóðareign
  • b) Sett verða ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur
  • c) Aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu

Ágúst Þór Árnason er aðjúnkt við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri þar sem hann hóf störf sem verkefnastjóri árið 2002. Ágúst var gestafræðimaður við Centre for Advanced Study í Ósló 2001-2002. Hann var við doktorsnám við Johann Wolfgang Goethe-Universität, Frankfurt am Main 1998-2001. Fyrrihlutanám í heimspeki, lögfræði og stjórnmálafræði við Die Freie Universität, Berlin 1985-89; seinni hluti (meistaranám) 1989-91 við sama skóla. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands 1994-2001 (náms- og rannsóknarleyfi 1998-2001). Fréttamaður á Ríkisútvarpinu 1991-94. Fréttaritari RÚV í Þýskalandi 1989-1991 og Bylgjunnar 1986-89. Verkefnastjóri á aðalskrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta í Berlín 1983-85 og framkvæmdastjóri Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) á Íslandi 1980-83.

Nýjast