Stjarnan vann í Garðabænum

Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór í dag.
Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór í dag.

Stjarnan lagði KA/Þór örugglega að velli, 33-27, er liðin áttust við í Garðabænum í dag í N1-deild kvenna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 18-14, Stjörnunni í vil. Sólveig Lára Kjærnested fór mikinn í liði Stjörnunnar  og skoraði tólf mörk en Jóna Margrét Ragnarsdóttir var næst markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. Hjá KA/Þór var Ásdís Sigurðardóttir markahæst með tíu mörk en þær Martha Hermannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor.

Nýjast