Steypubíll valt við Glerá á Akureyri

Nota þurfti stóra beltagröfu og hjólaskóflu við að koma bílnum á réttan kjöl.
Nota þurfti stóra beltagröfu og hjólaskóflu við að koma bílnum á réttan kjöl.

Steypubíll frá fyrirtækinu Möl og sandur á Akureyri valt við Glerá í dag. Bíllinn var nálægt því að fara í ánna en engin meiðsl urðu á fólki við óhappið. Mikil hálka myndaðist á Akureyri eftir hádegið í dag og er það ástæða óhappsins. Talsverð steypa var í bílnum þegar hann valt. Stór beltagrafa og hjólaskófla voru fengin til að ná bílnum á réttan kjöl og gekk það vel. Talsverð vinna var við að þrífa bílinn og laga það rask sem varð á slysstað. Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast