Á hátíðarhöldunum 1. maí færðu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum Hvammi, heimili aldraðra góða gjöf, meðferðarstól og sjónvarp er tengist öryggismálum á heimilinu. Virði gjafarinnar er kr. 300.000.
Það var Hróðný Lund yfirhjúkrunarfræðingur á heimilinu sem veitti gjöfinni móttöku. Hún notaði tækifærið og þakkaði vel fyrir gjöfina sem kæmi að góðum notum um leið og hún gerði að umræðuefni hvað það skipti miklu máli að hafa öflug stéttarfélög á svæðinu. Félög sem væru tilbúin að leggja sitt af mörkum til góðra málefna eins og þessi gjöf staðfesti.
Það voru formenn stéttarfélaganna þriggja sem stóðu að hátíðinni sem afhentu Hvammi gjöfina, Aðalsteinn Árni fyrir Framsýn, Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar og Helga Þuríður Árnadóttir formaður Starfsmannafélags Húsavíkur. JS