07. september, 2011 - 20:00
UMSE hefur hug á því að sækja um landsmót UMFÍ 50+. UMSE telur að Eyjafjarðarsveit sé í stakk búin til að taka við
mótinu án þess að til mikilla framkvæmda þurfi að koma. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fjallað um málið og telur
að svo lengi sem að sveitarfélagið þurfi ekki að bera mikinn kostnað vegna mótsins skuli stefnt að því að mótið verði
haldið í Eyjafjarðarsveit.
Málið var umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar í gær og þar af afgreiðsla íþrótta- og
tómstundanefndar samþykkt. Jafnframt var sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.