Stapi mótmælir því að sjóðir launafólks séu skattlagðir sérstaklega

Stapi hyggst draga til baka þátttöku sína í viljayfirlýsingu um fjármögnun á Landspítalanum, verði a…
Stapi hyggst draga til baka þátttöku sína í viljayfirlýsingu um fjármögnun á Landspítalanum, verði af áformum stjórnvalda.

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs ákvað á fundi sínum nýlega að sjóðurinn muni draga til baka þátttöku sína í viljayfirlýsingu um fjármögnun á Landspítalanum, verði af áformum stjórnvalda um skattlagningu á lífeyrissjóðina. Stjórnin mótmælir því harðlega að sjóðir almenns launafólks séu skattlagðir sérstaklega. Þessi skattlagning rýrir lífeyrisréttindi heimilanna í landinu ekki síst þeirra tekjulægri, á meðan opinberir starfsmenn, þ.m.t. alþingismenn og ráðherrar, fá þetta bætt með skattfé.

Stjórnin telur ekki forsendur fyrir samstarfi við stjórnvöld um fjármögnun verkefna á sama tíma og ráðist er að grundvelli lífeyrissjóðakerfisins með þessum hætti, svo ekki sé talað um þá grófu mismunun sem í þessu felst. Þetta kemur fram á vef Stapa.

 

Nýjast