Stálsmiðjan átti lægra tilboðið í viðhald á varðskipi

Athafnasvæði Slippsins Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Athafnasvæði Slippsins Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Tvö tilboð bárust í viðhald á varðskipinu Ægi en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Stálsmiðjan ehf. í Reykjavík átti lægra tilboðið en það hljóðaði upp á rúmar 12,8 milljónir króna. Hitt tilboðið var frá Slippnum Akureyri ehf. og hljóðaði upp á tæpar 14 milljónir króna. Um er að ræða slipptöku, botnhreinsun, málun á botni, bol og yfirbyggingu skipsins.

Nýjast