SS Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu 7. áfanga B við Verkmenntaskólann á Akureyri en tilboðin voru opnuð nú í morgun.
Alls bárust 10 tilboð í verkið. SS Byggir bauð rúmar 98,2 milljónir króna eða 86,8% af kostnaðaráætlun en Virkni ehf., sem
átti næst lægsta tilboð, bauð tæplega 150 þúsund krónum hærra í verkið, eða 86,9% af kostnaðaráætlun.
Tilboðin voru opnuð hjá Fasteignum Akureyrarbæjar og var kostnaðaráætlun verkkaupa rúmar 113,2 milljónir króna. Tilboð frá
Hyrnunni ehf. var á kostnaðaráætlun en önnur tilboð voru yfir kostnaðaráætlun, það hæsta, frá ÁK-smíði ehf.
var upp á rúmar 132,4 milljónir króna, eða 117% af kostnaðaráætlun.