SR Íslandsmeistari eftir sigur á SA

SA og SR mættust í dag fjórða sinni í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla. Fyrir leikinn leiddi SR einvígið 2-1 og nægði því sigur á heimavelli sínum í Skautahöllinni í Laugardal í dag til að tryggja sér titilinn. Svo fór að sunnanmönnum tókst að landa titlinum því þeir unnu leikinn á sannfærandi hátt 7-3 og þar með rimmuna um titilinn 3-1.

Leikmenn SA náðu sér engan veginn á strik í leiknum og sýndu ekki sömu góðu tilþrif og þeir sýndu í heimaleik sínum í gær gegn SR þar sem gestirnir náðu á ótrúlegan hátt að knýja fram framlengingu þrátt fyrir að vera mun slakari aðilinn í leiknum.

Nánar um þann leik má lesa hér í helstu fréttum á vikudagur.is

Nýjast