Skautafélag Reykjavíkur hafði betur gegn SA Jötnum, 4-3, er liðin mættust á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld í Laugardalnum. Það voru bræðurnir Egill og Gauti Þormóðssynir sem sáu um að skora mörkin fyrir SR en Egill skoraði þrennu og Gauti eitt mark. Fyrir Jötna skoruðu þeir Lars Foder, Steinar Grettisson og Stefán Hrafnsson sitt markið hver. Með sigrinum fer SR upp í 18 stig í deildinni og jafnar þar SA Víkinga að stigum en hefur leikið einum leik minna. SR á svo tvo leiki til góða á topplið Bjarnarins sem hefur 24 stig. Jötnar hafa sex stig í næstneðsta sæti.