Spennandi hönnunarsamkeppni á landsvísu opin öllum

Þráður fortíðar til framtíðar, er hönnunarsamkeppni á landsvísu þar sem íslensk ull er í aðalhlutverki. Markmið samkeppninnar er að auka fjölbreyttni í hönnun þar sem notuð er íslensk ull og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki. Á þennan hátt er vakin athygli á þeim verðmætum sem liggja í íslenskri hönnun og ullinni og aukum verðmæti þessa einstaka hráefnis.  

Þráður fortíðar til framtíðar, er hönnunarsamkeppninar í samvinnu við Landsamtök sauðfjárbænda, Ístex hf. og Glófa ehf.  Keppt verður í tveimur flokkum, fatnaði og opnum flokki og er skilafrestur til 30. júní nk. Sýning á 20 bestu verkunum úr hvorum flokki verður á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit dagana 7.-10. ágúst nk. og úrslit samkeppninngar verða tilkynnt á hátíðinni laugardaginn 8. ágúst.

Framkvæmdaraðilarnir eru þær Dóróthea Jónsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðarinnar að Hrafnagili, Anna Gunnarsdóttir hönnuður og listakona, Margrét Lindquist sem vann nýverið evrópsk gullverðlaun fyrir grafíska hönnun, Arndís Bergsdóttir hönnuður hrútahúfunnar, Bryndís Símonardóttir fagurkeri og Ester Stefánsdóttir.

Nýjast