Söngkeppni félagsmiðstöðva á Akureyri

Glaðbeittir þátttakendur í söngkeppninni á sviðinu í Hofi. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Glaðbeittir þátttakendur í söngkeppninni á sviðinu í Hofi. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Akureyri var haldin í Hofi í gærkvöld. Alls skráðu sig 13 upprennandi söngstjörnur í keppnina, frá félagsmiðstöðvunum fjórum á Akureyri. Í lokin voru svo valin fjögur atriði sem komust áfram og taka þátt  í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem fram fer á Sauðárkróki í lok janúar.

Það voru fjórar ungar stúlkur sem komust áfram. Þær heita Þórkatla Haraldsdóttir, Eva Laufey Eggertsdóttir, Þóranna Lilja Þorbergsdóttir og Herdís Elín Þorvaldsdóttir.

Nýjast