Húsin og umhverfið í elsta bæjarhluta Akureyrar geymir margar sögur sem Hörður Geirsson, sérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri, miðlar í sögugöngunni. Eftir gönguna er tilvalið að koma við á Minjasafninu á Akureyri og líta við á sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Gangan er létt og hentar öllum. Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir, segir á vef Dags.