Sofnaði undir stýri og keyrði útaf
Bíll fór útaf veginum á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Örlygsstaði um klukkan tvö í nótt og hafnaði út
í mýri. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla en hann var einn í bílnum. Hann var að keyra heim til sín úr langferð og er
talið að hann hafi dottað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er ekki mikið skemmdur.
Nýjast