Soffía er með B.A. próf í þroskaþjálfafræðum og hefur lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Hún hefur verið forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 2004 og setið í bæjarráði frá 2006. Hún er varaformaður launanefndar sveitarfélaga. Soffía er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og situr í miðstjórn hans. Hún á sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs og er fulltrúi í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Maki Soffíu er Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og bæjarfulltrúi. Eiga þau fimm börn og sjö barnabörn.