Snæfell EA í sína fyrsta veiðiferð eftir endurbætur

Snæfell EA 310, frystitogari Samherja hf., fór í sína fyrstu veiðiferð í hádeginu í dag, undir nýju nafni og eftir umfangsmiklar endurbætur. Skipið sem áður hét Akureyrin EA og þar áður Sléttbakur EA, skemmdist í eldsvoða í maí 2006 og hefur verið frá veiðum síðan. Snæfellið hélt til gráðlúðuveiða en í áhöfn eru 18 skipverjar.  

Áður en Snæfellið lét úr höfn á Akureyri, flutti séra Arnaldur Bárðarson prestur í Glerárkirkju, hugvekju og blessaði togarann, áhöfn og útgerð. Skipstjóri er Sigmundur Sigmundsson og yfirvélstjóri Heimir Kristinsson. Sem fyrr segir voru gerðar gríðarlega umfangsmiklar endubætur á Snæfellinu, sem er hið glæsilegasta. Togarinn getur stundað svokallaðar blandaðar veiðar, þ.e. er útbúin til að landa bæði ferskum og frystum fiski. 

Nýjast