Stjórn svæðisfélags VG á Akureyri og opinn félagafundur svæðisfélagsins í kvöld, skora á þingmenn VG að vera samkvæmir sjálfum sér og taka ekki þátt í því að misbeita lýðræðinu með því að endurtaka atkvæðagreiðslur þar til breytt niðurstaða fæst, segir í ályktun fundarins. Landsdómur sé eina tæki stjórnsýslunnar sem þessi þjóð getur beitt til að gera upp ábyrgð ráðherra gagnvart henni og á meðan aðrar leiðir og betri hafi ekki verið tryggðar þá sé það skylda þingmanna VG að standa með þjóðinni og stjórnarskránni.