Skráningargjald fyrir ketti og hunda verði lækkað

Á fundi framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar í morgun, var kattahald, gjaldskrá og skráningartímabil, til umræðu. Framkvæmdaráð samþykkti að skráningargjald fyrir ketti og hunda verði lækkað sem nemur kr. 2.500 og verði kr. 7.500 vegna hagræðingar sem af því hlýst, eins og segir í bókun. Ekki var fallist á framlengingu á fresti til að skrá ketti gjaldfrjálst. Frestur sem eigendum katta á Akureyri var gefin til að skrá þá rann út um áramót, en þó nokkuð var um að kattaeigendur létu skrá sína ketti hjá bæjaryfirvöldum fyrir áramót.  Þeir sem ekki gerðu það þurfa að greiða sérstakt skráningargjald sem ekki var innheimt fyrr en nú eftir 1. janúar 2012.  Alls er búið að skrá um 230 ketti um þessar mundir, en nokkrar umsóknir um leyfi til að halda kött eða ketti voru ófullkomnar þar sem vantaði göng samkvæmt upplýsingum frá bænum. Talið er að um 1000 kettir séu á Akureyri en sú tala er byggð á upplýsingum frá dýralæknum. Lítið hefur verið um nýskráningar hunda upp á síðkastið eftir mikla fjölgun á liðnum misserum og eru nú skráðir á bilinu 570 til 580 hundar á Akureyri.

 

Nýjast