Skorað á þingmenn að samþykkja frumvarp um Vaðlaheiðargöng

Stjórn Akureyrarstofu tekur undir brýna þörf fyrir gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og styður þ…
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir brýna þörf fyrir gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og styður þær framkvæmdir.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á fundi sínum í gær, áskorun til þingmanna að  samþykkja frumvarp til laga, sem nú er til umræðu, um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. “Vaðlaheiðargöng eru ekki á samgönguáætlun enda eru þau ekki fjármögnuð af ríkissjóði þar sem þau byggja á greiðslu veggjalda. Framkvæmdin getur því ekki tekið fjármagn frá öðrum brýnum vegaframkvæmdum. Stjórnin bendir jafnframt á að engar aðrar framkvæmdir eru á döfinni sem veggjöld geta staðið undir. Stjórn Akureyrarstofu tekur undir brýna þörf fyrir gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og lýsir yfir stuðningi við þær framkvæmdir.”

Nýjast