Skjöl úr skjalasafni Stasi afhent Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Á morgun, föstudaginn 30. janúar munu nokkrir kennarar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akuryeri afhenda Héraðsskjalasafninu á Akureyri til varðveilsu skjöl úr skjalasafni Stasi, austurþýsku öryggislögreglunnar. Um er að ræða öll þau skjöl sem aðgengileg eru fyrir fræðimenn og fjölmiðla úr Stasi-skjalasafninu og fjalla með einhverjum hætti um Ísland og Íslendinga.  

Þessi skjöl eru grundvöllur greinar sem  lektorarnir Birgir Guðmundsson og Markus Meckl hafa ritað í nýjasta hefti  Sögu, tímarits Sögufélagsins og fjallar um Íslendinga og Ísland í skjölum Stasi. Greinin ber heitið;  "Á sumarskóm í desember, Ísland í skýrslum austurþýsku öryggislögreglunnar Stasi."

Við  afendingu skjalanna mun Páll Björnsson, ritstjóri Sögu og lektor við Háskólann á Akureyri flytja ávarp og auk þess munu greinarhöfundarnir, Birgir Guðmundsson og Markus Meckl segja frá helstu niðurstöðum. Afhendingin hest kl 12.30 í veitingasal Amtsbókasafnsins.

Nýjast