Skipstjóri á Kaldbak EA 1 verður Sigtryggur Gíslason en hann hefur verið skipstjóri á skipum Samherja um langt árabil, nú síðast á Björgvin EA 311. Kaldbakur fer nú í slipp hjá Slippnum á Akureyri og gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða í byrjun september. Ekki er fyrirhugað að Árbakur fari til veiða á næstunni, segir á vef Samherja.