Fyrsti skíðadagurinn í Hlíðarfjalli var á sunnudaginn var þann 3. desember þar sem hátt í 300 manns renndu sér í góðu færi, er segir á vef Akureyrarbæjar. Næstu vikur verður opið frá fimmtudegi til sunnudags. Lokað verður á aðfangadag en opnað aftur á jóladag og eftir það opið daglega ef aðstæður leyfa.
Sala vetrarkorta hefur gengið mjög vel og snjóframleiðsla er hafin en hefur verið ofurlítið brokkgeng því það þarf 4 gráðu frost til að vélarnar geti breytt vatni í snjó.
"Það er hörkugaddur í kortunum og þá verða snjóbyssurnar látnar ganga viðstöðulaust," segir á vef Akureyrarbæjar.