Skíða- og brettafólk var mætt í Hlíðarfjall í morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað í morgun í fyrsta sinn á þessum vetri og voru hörðustu skíða- og brettamennirnir mættir í fjallið strax kl. 10.00. Þrjár lyftur voru gangsettar í morgun, Fjarkinn, Auður og Töfrateppið fyrir börnin. Fljótlega kemur svo í ljós hvenær hægt verður að troða og opna efra svæðið fyrir ofan Strýtu. Snjóframleiðslan hefur gengið vel og þá snjóar nokkuð á Akureyri þessa stundina og allt hjálpar þetta til.

Oft hafa verið fleiri gestir í Hlíðarfjalli á fyrsta degi en í dag en þeir sem mættir voru á svæðið voru hinir ánægðustu. Starfsfólk Hlíðarfjalls á jafnframt von á góðum skíðavetri og  horfir bjartsýnum augum fram á veturinn. Vikudagur heimsótti Hlíðarfjall í hádeginu í dag og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.

Nýjast