Haldin verða tvö námskeið á tímabilinu 8 - 13. september n.k. og fara þau fram í Ramallah. Kennsluhópurinn að þessu sinni
samanstendur af bráðatæknunum Lárusi Petersen, Stefni Snorrasyni, Felix Valssyni, svæfingalækni á LSH og Hildigunni Svavarsdóttur,
skólastjóra Sjúkraflutningaskólans sem jafnframt er námskeiðsstjóri. Læknisfræðilegur forsvarsmaður, Freddy Lippert, kemur frá
Kaupmannahöfn.
Hópurinn leggur af stað til Tel Aviv 7. september n.k. og kemur heim 14. september.
Það er von þeirra sem staðið hafa að þessum undirbúningi að námskeiðin gangi vel og vonandi verða fleiri slík verkefni í gangi í framtíðinni. Þetta kemur fram á heimasíðu FSA.