Sjóræningjafána flaggað við Landsbankann á Akureyri

Búið var að flagga sjóræningjafána við útibú Landsbankans á Akureyri í morgun þegar einn ágætur ljósmyndari var á ferð um Ráðhústorg. Lögreglan tók fánann niður að beiðni húsvarðar í Landsbankanum skömmu fyrir hádegi.  

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er líklegt að einhver hafi viljað koma skilaboðum á framfæri með þessum hætti. Slíkum fána hafði ekki verið komið fyrir við önnur bankaútibú á Akureyri. Fjölmargir voru á ferðinni í gærkvöld og nótt en að sögn lögreglu var ástandið gott og allir sáttir.

Nýjast