Samkvæmt nýjum tölum á Covid.is eru sjö í einangrun á Norðurlandi eystra vegna kórónuveirusmits og fjórir eru í sóttkví. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvar í landshlutanum fólkið býr sem er smitað né hvort um landamærasmit sé að ræða.
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví.