Sjallinn opnaði um helgina nýjan sportbar sem hefur fengið nafnið Sportvitinn. Staðurinn er til húsa við Strandgötu, þar sem Oddvitinn var áður. Boðið er upp á boltann og almennt sport í beinni útsendingu, á stóru tjaldi og í bestu gæðum. Á Sportvitanum er jafnframt hægt að fá sér að borða, m.a. hamborgara og franskar.
Eigendur Sjallanns til 17 ára eru Þórhallur Arnórsson, Elís Árnason og Davíð Rúnar Gunnarsson. Netfangið á nýja staðnum er: sportvitinn@sjallinn.is