Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Norðausturkjördæmi

Mynd/Rúv
Mynd/Rúv
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi en litlu munaði á honum og Vinstri-grænum eftir að öll atkvæði höfðu verið talin í alþingiskosningunum. Þetta kemur fram á vef Rúv.
 
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20,3 prósent atkvæða í kjördæminu en Vinstri-græn 19,9 prósent. Báðir flokkarnir fengu tvö þingsæti í Norðausturkjördæmi, líkt og reyndar hinir þrír flokkarnir sem komust þar að, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin.
 

Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokki, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Samfylkingunni, komast nýjar inn á þing í Norðausturkjördæmi en aðrir þingmenn hafa setið þar áður. Líneik Anna Sævarsdóttir féll þó af þingi í kosningunum í fyrra en snýr nú aftur á þing fyrir Framsóknarflokkinn, segir á vef Rúv.

Nýjast