Sinfó og Atli á toppnum vestanhafs-Risamynd á teikniborðinu

Norðlensk tónlist ómar í toppmyndinni í Bandaríkjunum.
Norðlensk tónlist ómar í toppmyndinni í Bandaríkjunum.

Vinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum vestanhafs um liðna helgi var myndin The Perfect Guy en Akureyringurinn Atli Örvarsson sá m.a. um tónlistina í myndinni. Við upptökur á tónlistinni nýtti Atli sér krafta Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en myndin er sú fyrsta sem Sinfóníuhljómsveitin spilar inn á síðan hún tók nýtt hlutverk í verkefninu ACO eða the Arctic Cinem¬atic Orchestra. Upptökur á tónlistinni fóru fram í apríl sl. í Hofi.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun spila inn á aðra kvikmynd í Hofi í næsta mánuði sem nefnist Bilal og koma framleiðendurnir frá Dubai. Myndin er í anda teiknimyndanna frá Pixar og munu þekktir leikarar tala inn á myndina, en nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

 

Nýjast