Siguróli “Moli” Kristjánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu á nýjan leik. Siguróli hætti sem kunnugt er á dögunum er Viðar Sigurjónsson hætti sem aðalþjálfari, en Siguróli hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár.
Hann mun núna starfa við hlið Hlyns Svans Eiríkssonar þjálfara sem tók við liðinu í vor. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.