Málsrök Stapa voru að krafan ætti að halda gildi sínu þar sem Straumur-Burðarás fór ekki í gjaldþrot, heldur náði nauðasamningum við kröfuhafa. Dómari komst að sömu niðurstöðu í dag. "Þetta er áfangasigur" sagði Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa á vef lífeyrissjóðsins. "Það er ánægjulegt að dómurinn hefur tekið undir okkar rök. Ég reikna þó fastlega með að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og rétt er að spyrja að leikslokum. Hvað varðar fjárhæðina er einnig rétt að minna á að ekki er gert ráð fyrir fullum heimtum frá ALMC hf. (áður Straumi-Burðarás) mv. nauðarsamning félagsins."