Síðasti keppnisdagur á Andrésar Andar leikunum

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað kl. 08 í morgun og verður opið til kl. 16 síðdegis og því er ástæða fyrir skíðaáhugafólk til þess að drífa sig í fjallið. Aðstæður eru mjög góðar, logn og eins stigs hiti. Það hefur verið mikið að vera í fjallinu síðustu daga, í tenglsum við Andrésar Andar leikana en í dag, laugardag er síðasti keppnisdagurinn og mikil spenna með keppenda, þjálfara og foreldra. Alls eru keppendur um 660 talsins og koma þeir víðs vegar af landinu.

 

Nýjast