Aðrir umsækjendur eru: Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar, Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns, Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands og Zhanna Suprun, verkfræðingur
Háskólaráð tilnefnir tvo menn í nefnd til að meta hæfni umsækjenda og skal annar þeirra vera formaður en menntamálaráðuneytið tilnefnir einn. Hæfni umsækjenda um embætti rektors skal metin í ljósi heildarmats, með tilliti til vísinda- og útgáfustarfa, ferils sem háskólakennari eða í öðrum störfum, rekstrar og stjórnunarreynslu og með tilliti til þess hversu menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starf rektors.