Sex sóttu um starf framkvæmdastjóra á FSA

Embætti forstjóra FSA hefur verið auglýst laust til umsóknar tímabundið. Mynd: Hörður Geirsson.
Embætti forstjóra FSA hefur verið auglýst laust til umsóknar tímabundið. Mynd: Hörður Geirsson.

Sex umsóknir bárust um þrjár framkvæmdastjórastöður við Sjúkrahúsið á Akureyri, FSA, sem auglýstar voru á dögunum og eru fimm umsækjenda starfandi á spítalanum. Þá hefur velferðarráðuneytið auglýst laust til umsóknar embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða setningu til eins árs vegna leyfis forstjóra og setur velferðarráðherra í stöðuna frá og með 1. febrúar 2012. Umsóknarfrestur er til 23. desember nk.

Auglýst var á dögunum eftir framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra fyrir eitt af þremur klínísku sviðum í nýju skipuriti sjúkrahússins.  Framkvæmdastjóri hjúkrunar mun jafnframt gegna stöðu framkvæmdastjóra eins klínísku sviðanna og framkvæmdastjóri lækninga mun jafnframt gegna stöðu framkvæmdastjóra eins klínísku sviðanna. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. febrúar 2012 til 5 ára.

Umsækjendur eru: 

  • Gróa B. Jóhannesdóttir, sérfræðingur í barnalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri, sækir um starf framkvæmdastjóra lækninga og um starf framkvæmdastjóra lyflækningasviðs.
  • Jónas Franklín, yfirlæknir slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, sækir um starf framkvæmdastjóra bráða-, fræðslu- og gæðasviðs.
  • Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður deildar kennslu og vísinda á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sækir um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar og um starf framkvæmdastjóra bráða-, fræðslu- og gæðasviðs.
  • Hrafnhildur Haraldsdóttir, sjúkraliði og viðskiptafræðingur sækir um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar.
  • Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sækir um starf framkvæmdastjóra lækninga og um starf framkvæmdastjóra handlækningasviðs.
  • Þóra Ákadóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsþróunarstjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sækir um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar og um eitt af störfum framkvæmdastjóra klínískra sviða.

Nýjast