Næsta guðsþjónusta í prestakallinu verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag kl. 14 í Möðruvallakirkju. Þetta kemur fram í fréttabréfi Möðruvallaprestakalls. Þar kemur einnig fram að kirkjukórinn hafi staðið á hátindi frægðar sinnar í tónleikaferð sem farin var til Rómar í síðasta mánuði. "Ferðin gekk í alla staði mjög vel og ógleymanleg upplifun þeim sem tóku þátt í henni. Kirkjukórinn söng á tónleikum í klaustursal hinnar óflekkuðu meyjar og söng við messu í lútersku kirkjunni í Róm," segir ennfremur í fréttabréfinu.