Menn sem voru við veiðar í Hörgá í vikunni urðu varir við sel sem hafði gengið upp í ána. Brugðist var skjótt
við enda getur selur valdið miklum usla í lífríki árinnar og truflað veiðar verulega. Hann er því enginn aufúsugestur. Selurinn
var skotinn á færi og hræið fjarlægt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vart verður við seli í ánni en reynt er að lágmarka þann skaða sem
þeir óhjákvæmilega valda, segir á vef Hörgársveiar.