Selur á Pollinum

Þessi myndarlegi selur, sem lá á makindum á ís á Pollinum, vakti óskipta athygli vegfarenda á Drottningarbraut nú skömmu fyrir hádegi. Selurinn virtist einnig njóta athyglinnar, því hann leyfði gestum og gangandi að mynda sig í bak og fyrir. Var frekar að hann setti sig í stellingar, eins alvön ljósmyndafyrirsæta þegar ljósmyndarar smelltu af. Selurinn lá og liggur trúlega enn, við affallsrörið á milli Leirutjarnar og Pollsins, skammt norðan við afleggjarann að Skautahöllinni.

Nýjast