"Hér er allt orðið klárt og sláturhúsið fullmannað. Bændur fara þó heldur seinna í göngur í ár og það gerir okkur aðeins erfitt fyrir í byrjun sláturtíðar. Það þýðir bara að þrýstingurinn verður meiri þegar fer að nálgast lokin en slátrun lýkur 23. október," sagði Sigmundur. Til að byrja með verður slátrað um 1200-1400 fjár á dag en um 2000 þegar allt er komið í fullan gang.