Haukur segir að þetta sé týpískur sex stiga leikur, líkt og viðureignin gegn Leikni á Akureyrarvelli á dögunum þar sem gestirnir úr Reykjavík höfðu betur. KA gerði jafntefli gegn ÍR á útivelli í síðustu umferð og náði þar í dýrmætt stig í baráttunni. Haukur segir að KA-liðið sé ungt og því geti farið að vanta upp sjálfsstrautið þegar hlutirnir eru ekki að ganga. "Ég veit ekki alveg hvað hefur vantað uppá í sumar en við höfum þó ekki verið að nýta færin nógu vel. Hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur en svona er boltinn. Það er alveg kominn tími til að snúa hlutunum til betri vegar og vonandi gerist það í kvöld."