Menningarhúsið Hof á Akureyri opnar í ágúst á næsta ári en í húsinu verður umfangsmikil og fjölbreytt starfsemi, þar á meðal kaffihús og veitingasala. Leitað er eftir tilboðum og tillögum frá metnaðarfullum aðila sem hefur áhuga á að taka að sér slíkan rekstur og eiga þátt í þróa slíka starfsemi í húsinu.
Samkeppnin um lýsinguna er haldin til þess að laða fram lausn á lýsingu sem sameinar í senn listræna útfærslu á rýminu og notagildi og áhersla er lögð á að hugmyndir og keppnistillögur undirstriki arkitektúr hússins og aðra umhverfisþætti. Forsalurinn verður m.a. nýttur til veitingasölu, móttökuathafna og sýningarhalds. Samkeppnin er tvískipt. Í fyrri hluta er leitað eftir hugmyndum sem skilað er inn með myndrænni framsetningu. Í síðari hluta samkeppninar er samið við þrjá myndlistarmenn um nánari útfærslu á hugmyndinni.