Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur samþykkt samninga við tvö fyrirtæki um utanhússmálun í bænum en tilboð beggja fyrirtækja
voru töluvert undir kostnaðaráætlunum. Annars vegar er um að ræða samning við Litblæ ehf. um utanhússmálun á Listasafninu og hins
vegar við Húsprýði sf. um utanhússmálun á Skipatanga 2-6, Oddeyrartanga.
Samningsupphæðin hjá Litblæ er rúmar 3 milljónir króna vegna Listasafnsins, eða 67,7% af kostnaðaráætlun.
Samningsupphæðin hjá Húsprýði vegna Skipatanga 2-6, Oddeyrartanga er um 1,3 milljónir króna, eða 51,3 % af kostnaðaráætlun.