Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við Kollgátu ehf. um arkitektahönnun á
kaffihúsi í Lystigarðinum en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Kollgáta bauð rúmar 2,4 milljónir króna en
alls bárust fjögur tilboð í verkið. AVH ehf. átti næst lægsta tilboð, tæpar 3,3 milljónir króna.
Þá samþykkti stjórn FA að ganga til samninga við 1912 Veitingar, Njál Trausta Friðbertsson, um rekstur kaffihússins og minjagripasölu
í Lystigarðinum.