Samherji hefur sagt upp 127 manns

Mynd/Hörður Geirsson
Mynd/Hörður Geirsson

Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi

Fjöldi fiskvinnslufyrirtækja víða um land hafa sagt upp starfsfólki. Samherji  hefur sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á Norðurlandi eystra og Suðurlandi.

Búist er við að að heildarfjöldi umsókna um atvinnuleysistrygginga nái 1200 í janúar. Það þýðir útgjaldaaukningu Vinnumálastofnunar um hálfan milljarð.

Nýjast