Samherjasjóður gefur Vinum Hlíðarfjalls skíðalyftu

Hlíðarfjall. Mynd/Þröstur Ernir
Hlíðarfjall. Mynd/Þröstur Ernir

Afhending gjafar úr Samherjarsjóðnum fór fram rétt í þessu og þar kom fram að sjóðurinn gefur Vinum Hlíðarfjalls nýja skíðalyftu í Hlíðarfjall á Akureyri. Formaður sjóðsins tilkynnti þessar fréttir fyrir skemmstu í framhaldi af því að nýjum Kaldbaki var gefið nafn með formlegum hætti með hátíðlegri athöfn.

Nýja lyftan er 1.238 m og er áætlaður ferðatími í lyftunni 8,5 mínútur. Samanborið er Fjarkinn stólalyftan 1.050 m og ferðatími 6,5 mín.

Eins og Vikudagur hefur fjallað um hafa Vinir Hlíðarfjalls sýnt því áhuga að koma að uppbyggingu og fjármögnun nýrrar lyftu í Hlíðarfjall í samstarfi við Akureyrarbæ og önnur fyrirtæki. Vinir Hlíðarfjalls hafa stutt við rekstur skíðasvæðisins frá árinu 2006 og hafði félagið viðrað þá hugmynd við Akureyrarbæ að koma að fjármögnun og uppsetningu á stólalyftu. Slík lyfta kostar hátt í 400 milljónir króna.

Nýjast